UM SPÍGSPOR

Spígspor er í eigu Þórhildar Ídu Þórarinsdóttur, sem er sérfræðingur í verkefnastjórnun. Hún hefur lokið MPM-námi frá Háskóla Reykjavíkur og MSc-námi í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge.

 

Þórhildur Ída hefur kennt, haldið fyrirlestra og smiðjur, leitt stefnumótun, komið að samingum, leitt saman ólíka aðila með margvíslega sérþekkingu til að veita verkefnum sporgöngu, unnið eigin hugmyndum fylgi, stýrt verkefnum og aðstoðað við umfangsmikil verkefni styrkt af Evrópusambandinu. 

Meðal áhugamála hennar er svifflug og gengir hún embætti formanns Svifflugfélags Íslands en Þórhildur Ída er fyrsta konan í 83 ára sögu félagsins til að gegna þeirri stöðu.